HESTUR Í FÓSTUR

Þessi námskeið eru upplögð fyrir börn sem hafa áhuga á hestum en hafa ekki hest né aðstöðu til að fara á hestbak. Að taka hest í fóstur getur verið góður undirbúningur ef maður hefur áhuga á að skella sér í hestamennskuna.

 

Á námskeiðinu fá börnin úthlutaða hesta sem þau sjá um eins og sinn eigin. Börnin læra að hirða um hestana og fara í útreiðartúra. Þau munu læra að kemba, leggja á og ríða út auk þess sem þau taka þátt í almennri umhirðu hestanna, t.d. setja sag í stíur, hreinsa gerði og gefa.

 

Þetta er liður í því að kynna fyrir börnunum hvað felst í því að eiga hest. Þátttakendur fá góða leiðsögn og þeim verður leiðbeint af þaulreyndum starfsmönnum okkar, fá góða innsýn inn í heim hestamennskunnar og öðlast mikilvægan skilning á því að hestamennska er ekki bara fólgin í því að hoppa í hnakkinn og ríða út.

 

Námskeiðið stendur yfir í 12 vikur og byrjar fyrsta námskeiðið 5. september og síðasta námskeiðinu lýkur 1. desemberl. Stjörnuklúbburinn hefst þriðjudaginn 17. september og lýkur fimmtudaginn 5 desember.

 

Ef þið eruð ekki viss á hvaða námskeið barnið ykkar ætti að vera í þá er gott að hafa samband við okkur og við finnum út úr því í sameiningu.
Vinsamlegast athugið að við færum á milli hópa ef til þess kemur, bæði ef nemendur eru of hræddir og þurfa að fara í rólegri hóp eins ef þeir eru óhræddir og þurfa að vera í reynslumeiri hóp. Við miðum við skólaár og eru stubbanámskeið fyrir þau sem eru í 1. og 2. bekk. Byrjendanámskeið er fyrir þau sem eru í 3. bekk.

 

Nánari upplýsingar í síma 555-7000 eða á netfangið ishestar@ishestar.is

Dagskrá fyrir haustönn 2024

7-8 ára, fædd 2013-2014

 

Sunnudagar KL. 9:00
Byrjenda- og framhaldsnámskeið – Stubbar

 

Skemmtilegt hestanámskeið fyrir þau yngstu! Börnin læra að hirða um hestana og læra að umgangast þá af öryggi ásamt því að farið verður í útreiðatúra um svæðið. Hentar fyrir alveg óvana og meira vana.

 

Námskeiðið er í 60 mín. á kr. 38.000,-

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ

9-11 ára, fædd 2013-2015

 

SUNNUDAGAR KL. 10:00

Byrjendur

 

Byrjenda og rólegheitanámskeið eru upplögð fyrir börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennskunni, eru að byrja aftur eftir hlé og líka fyrir þau sem kjósa frekar rólegheit og hafa ekki gaman að því að ríða hratt.

 

Námskeiðið er í 120 mín. á kr. 65.000,-

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ

12-16 ára, fædd 2009-2013

 

SUNNUDAGAR KL. 15:00
Reiðklúbbur – Hestur í fóstur

 

Námskeið fyrir þá sem hafa mikla reynslu af hestamennsku og eru öruggir og óhræddir í umgengni við hross. Nemendur þurfa að vera sjálfbjarga með að leggja á sjálfir þ.e. beisla, festa múl og leggja hnakk á hestinn sinn og vanir að ríða allar gangtegundir nema skeið. Farið verður í verklega kennslu ásamt því að fara í lengri og styttri hópreiðar um svæðið. Þeir nemendur sem hafa næga reynslu að mati kennara munu fá tækifæri til að ríða út einir eða með öðrum nemendum án leiðbeinanda. Áfram eru dagleg verk í hesthúsi unnin af nemendum sem liður í því að kynna fyrir þeim allt það sem fylgir því að eiga sinn eigin hest.

 

Námskeiðið er í 120 mín. á kr. 65.000,-

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ

SUNNUDAGAR KL. 12:30
Framhald yngra

 

Fyrir nemendur sem hafa lokið að minnsta kosti einu reiðnámskeiði. Á þessu námskeiði byrjum við rólega og tökum okkur tíma í upprifjun en aukum svo taktinn jafnt og þétt. Nemendur þurfa að vera óhræddir við hesta og tilbúnir að ríða hraðar en fet.

 

Námskeiðið er í 120 mín. á kr. 65.000

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ

ÞRIÐJU- & FIMMTUDAGAR KL. 16:00
Stjörnuklúbbur

 

Námskeið fyrir þá sem hafa mjög mikla reynslu af hestamennsku og hafa verið í Reiðklúbb hjá Íshestum s.l. vetur. Nemendur þurfa að vera mjög öruggir og óhræddir í umgengni við hross, vera sjálfbjarga með að leggja á sjálfir þ.e. beisla, festa múl og leggja hnakk á hestinn sinn og vanir að ríða allar gangtegundir nema skeið. Nemendur fara í útreiðartúra í öllum veðrum og vindum og fá að prófa mismunandi hesta til að auka reynslu til útreiða.

Nemendur munu fá tækifæri til að ríða út einir eða með öðrum nemendum án leiðbeinanda og upplifa þannig frelsið sem fylgir hestamennskunni og læra þannig að vera sjálfstæðari í hestamennskunni. Áfram eru þó dagleg verk í hesthúsi unnin af nemendum sem er liður í því að kynna fyrir þeim allt það sem fylgir því að eiga sinn eigin hest.

 

Námskeiðið er í 120 mín tvisvar í viku á kr. 110.000,-

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ